Enter the Void
Sagan gerist í Tokyo þar sem Oscar ungur bandarískur dópsali lifir lífinu, og notar oft á eigin söluvarning. Hann fær Lindu systur sína til að flytja til sín, en foreldrar þeirra létust í hryllilegu bílslysi. Eitt kvöldið fer Oscar með vini sínum Alex á barinn The Void til að selja Victori dóp. Victor virðist allur á nálum og kveður Oscar með orðunum: Fyrirgefðu mér. Stuttu seinna fyllist staðurinn af lögreglumönnum og eftir að hafa flúið inn á klósett er Oscar skotinn til bana. Handanndauðans flýtur hann yfir Tokyoborg og minnist liðinna atburða úr lífi sínu, slyssins, hvernig honum og systur hans var skipt á mismunandi fósturheimili og loks atburðanna sem leitt hafa til dauða hans. En eitt stendur upp úr, loforð hans til Lindu um að hann muni aldrei yfirgefa hana. Og hvort sem hann er dauður eða ei, mun hann standa við það.
- Ár: 2009
- Land: Canada, France, Germany, Italy
- Genre: Fantasy, Drama
- Stúdíó: Fidélité Films, Wild Bunch, BUF, Les Cinémas de la Zone, Essential Filmproduktion, BIM Distribuzione, Filmarto
- Lykilorð: japan, prostitute, afterlife, hallucination, surrealism, stripper, strip club, drug trip, drug dealing, tokyo, japan, drugs, incest, psychedelic, disturbed, detached, neo-noir, abortion, dmt, new french extremism, intense, tokyo
- Leikstjóri: Gaspar Noé
- Leikarar: Paz de la Huerta, Nathaniel Brown, Cyril Roy, Olly Alexander, 丹野雅仁, Ed Spear