Jón Oddur og Jón Bjarni
Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru ósköp venjulegir frískir strákhnokkar. Stundum eiga þeir til að vera ansi uppátektarsamir og jafnvel óþekkir en með barnslegu sakleysi sínu bræða þeir auðveldlega hvers manns hjarta. Í fjölskyldunni eru einnig Anna Jóna hálfsystir sem er illa haldin af "unglingaveikinni" og Magga litla systir sem á í mesta basli með koppinn sinn. Soffía ráðskona er einnig ómissandi hluti fjölskyldunnar en hún gætir drengjanna meðan foreldrarnir eru í vinnunni. Myndin fjallar um það þegar bræðurnir laumast burt úr sumarbúðum með tveimur vinum sínum og lenda þeir í fjölda ævintýra. Þeir komast hins vegar að því að þeir eru ekki einir í heiminum.
- Ár: 1981
- Land: Iceland
- Genre:
- Stúdíó:
- Lykilorð:
- Leikstjóri: Þráinn Bertelsson
- Leikarar: Páll Jósefs Sævarsson, Wilhelm Jósefs Sævarsson, Egill Ólafsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Gísli Halldórsson